Fara í aðalefni

Skoða möguleika Dynamics 365 Business Central

Stýrðu fyrirtækinu hvaðan sem er

Veldu skýið eða staðbundið kerfi. Business Central keyrir þar sem þú þarft á því að halda og býður upp á sömu notandaupplifun, hvar sem þú ræsir það.

Taktu fyrirtækið með þér. Farútgáfan styður bæði notendur í skýinu og staðbundna notendur með samræmdri upplifun í Windows, Android og iOS tækjum.

Losaðu þig við tungumálahindranir. Business Central styður 25 tungumál, svo þú getir aukið framleiðni þína.

Geymdu og sendu gögn á milli kerfa þinna. Stuðlaðu að verndun gagna þinna gagnvart óleyfilegum aðgangi með sjálfvirkri dulritun gagnamiðstöðvar Microsoft


Haltu utan um fjármálin

Taktu upplýstar ákvarðanir með tengdum gögnum úr skýrslum, gröfum og Microsoft Power BI mælaborðum í fjárhag og reikningshaldi, sölu, innkaupum og birgðum. Viðbót fyrir greiðsludráttarspár hjálpar þér að fækka viðskiptakröfum.

Skoðaðu gröf og skýrslur í rauntíma í gegnum innbyggðar skýrslur, Excel eða Power BI. Notaðu ótakmarkaðar víddir fyrir gögnin þín svo þú getir skilgreint mynstur og þróun.

Hraðaðu frágangi og skýrslugerð fjármála með því að nota samþætta möguleika fyrir viðskiptakröfur og viðskiptaskuldir. Hagræddu ferlinu með samþykktarverkflæði og Microsoft Power Automate samþættingu.

Fylgstu með fjárhagslegri afkomu með sérsniðinni skýrslugerð fyrir fjárhag og fjárhagsskemu. Skoðaðu skýrslur fyrir kostnað, tekjur eða hagnað í kostnaðarbókhaldseiningunni.


Fínstilltu aðfangakeðjuna

Sjáðu fyrir hvenær best er að fylla á birgðir með innbyggðri gervigreind. Notaðu söluspár og upplýsingar um væntanlegt birgðaþrot til að búa til innkaupapantanir sjálfkrafa.

Fáðu heildrænt yfirlit yfir birgðir þínar og notaðu sömu aðferð við kostnaðarútreikning eða mismunandi aðferðir fyrir birgðavörur þínar. Færðu vörur á milli staðsetninga og stýrðu magni á lager með reglubundinni talningu.

Tengstu birgjum þínum á framvirkan og hagkvæman hátt. Skráðu mögulega birgja, sendu fyrirspurnir og breyttu bestu tilboðunum í pantanir. Stilltu nauðsynlega samþykktaraðila til að stuðla að aukinni fylgni við innri og ytri stefnur.

Notaðu kerfistillögur til að fylla á birgðir eftir framboði og eftirspurn, samkvæmt rauntölum og spám.


Flýttu söluferlinu

Forgangsraðaðu sölutækifærum í samræmi við tekjumöguleika. Haltu utan um samskipti við viðskiptavini og fáðu leiðsögn um bestu tækifærin á söluaukum, krosssölu og endurnýjunum í öllu söluferlinu.

Hámarkaðu tekjur og svaraðu þörfum viðskiptavina með sveigjanlegri verðlagningu og afsláttarskipulagi fyrir einstaka viðskiptavini og viðskiptavinaflokka.

Haltu yfirsýn yfir samninga með ferlum fyrir sölupantanir og standandi sölupantanir. Flýttu upplýsingagjöf til viðskiptavina um verð, afslætti, afhendingardaga, vöruframboð og uppfyllingarstöðu.

Taktu á skilum viðskiptavina með stýringu á skilapöntunum, þar á meðal kreditnótum, viðgerðum eða skiptivörum.


Skilaðu verkefnum á réttum tíma og innan fjárhagsáætlunar

Stofnaðu, stjórnaðu og fylgstu með verkum fyrir viðskiptavini með vinnukortum og ítarlegum eiginleikum fyrir verkkostnað og skýrslugerð. Útbúðu og breyttu fjárhagsáætlunum til að tryggja arðsemi verksins.

Hafðu umsjón með tilföngum með því að gera áætlanir um afkastagetu og sölu. Fylgstu með reikningagerð fyrir viðskiptavini í samhengi við áætlaðan eða raunverulegan kostnað pantana og tilboða.

Taktu skilvirkar ákvarðanir með því að nota upplýsingar í rauntíma um verkefnastöðu, arðsemi og tilfanganotkun.


Keyrðu vöruhúsið á skilvirkan hátt

Hámarkaðu geymsluaðstöðuna með því að setja upp hólf og svæði í Business Central til að endurspegla skipulag vöruhússins, rekka þess og hilla.

Straumlínulagaðu móttöku og geymslu með því að nota sniðmát til að ákvarða bestu staðsetningu á vörum, eftir gerð þeirra, stærð og hólfagetu.

Fáðu ráðleggingar um hvert á að færa vörur til að hámarka rými og hagræða tiltektarferlinu. Flýttu sendingum og dragðu úr erfiðleikum af völdum dreifingar frá dreifingarstöð.

Notaðu rauntímagögn fyrir svæði, hólf og magn hverrar vöru svo að þú getir uppfyllt pantanir viðskiptavina þína betur.


Náðu ákjósanlegu afkastastigi

Framleiddu innan framboðs- og getuskorða. Innleiddu framleiðsluferli samkvæmt áætlun, jafnvel í kvikum og flóknum aðstæðum.

Tilgreindu lista yfir seljanlegar vörur, hráefni, undirsamsetningar eða tilföng sem uppskriftir sem mynda fullunna vöru eða sett.

Notaðu samsetningarpantanir til að fylla á vörur á lager. Náðu utan um sérstakar kröfur viðskiptavina í uppskriftum og notaðu þær beint úr sölutilboðinu og sölupöntunarlínu í samsetningarferlum þínum fyrir pantanir.

Notaðu framleiðslupantanir fyrir flóknari ferli. Skráðu vörunotkun og frálag og hafðu umsjón með mörgum uppskriftum og leiðum. Spornaðu við rýrnun og frávikum í vörunotkun og frálagi.

*Krefst Microsoft Dynamics 365 Business Central Premium leyfis.


Stattu við þjónustuloforð þín

Fáðu heildstæða yfirsýn yfir þjónustuverkhluta þína og vinnuálag til að úthluta verkbeiðnum til starfsfólks á skilvirkan hátt. Haltu utan um þjónustusamninga svo þú getir veitt viðskiptavinum þínum áreiðanlega þjónustu.

Tryggðu hnökralausa skiptingu úr sölu í þjónustu eftir sölu með sjálfvirkri skráningu á fluttum vörum sem þjónustuvörum. Haltu utan um nauðsynlegar upplýsingar á einum stað til að hámarka þjónustu.

Hafðu umsjón með málum sem koma upp eftir sölu, hvort sem lagfæringar kalla á vöruskipti eða einfalda viðgerð.

Fylgstu með viðgerðarupplýsingum, þar á meðal notuðum þjónustuvörum, varahlutum og launakostnaði, í einni þjónustupöntun. Auktu tryggð viðskiptavina með því að útvega viðskiptavinum varabúnað á meðan búnaður þeirra er í viðgerð.

*Krefst Microsoft Dynamics 365 Business Central Premium leyfis.

Sniðið að þínum þörfum

Business Central er yfirgripsmikill, sérsníðanlegur verkvangur til að bæta framleiðni og býður upp á umfangsmikla og breiða virkni starfssviðs. Okkar alþjóðlega samstarfsvistkerfi býður upp á viðbótarviðskiptalausnir sem sérsniðnar eru fyrir ákveðnar greinar.

Farðu á Microsoft AppSource markaðinn, þar finnurðu hundruð forrita og innleiðingarpakka sem hafa að geyma fjölbreyttar lausnir fyrir margs konar starfsgreinar. Hvað sem þú sérhæfir þig í hjálpar Business Central stækkandi fyrirtæki þínu að dafna. Þetta eru bara nokkur dæmi um þau forrit sem eru í boði.

ChargeLogic Payments

Frá ChargeLogic, LLC

Dynamics 365 for Financials

PCI-validated credit card processing software for all your sales channels.

Warehouse Insight WMS

Frá Insight Works

Dynamics 365 for Financials

Improve warehouse accuracy and boost efficiency with mobile device and barcode integration.

LS Express

Frá LS Retail

Dynamics 365 for Financials

Retail POS for AU, AT, BE, DK, DE, FI, IS, NZ, NL, ES, CH, GB, ZA, AE, FR, SG and SE.

Visual Jobs Scheduler

Frá NETRONIC Software GmbH

Dynamics 365 for Financials

Ease your project and resource planning with an interactive Gantt planning board

Taktu næsta skref