Fara í aðalefni

Microsoft Dynamics 365 Business Central

Alhliða ERP-lausn fyrir viðskiptastjórnun sem hjálpar þér að tengja saman fjármál, sölu, þjónustu og aðgerðir svo að þú getir fínstillt viðskiptaferli, bætt samskipti við viðskiptavini og tekið betri ákvarðanir.

Haltu utan um fjármálin

Taktu upplýstar ákvarðanir

Tengdu saman gögn úr bókhaldi, söludeild, innkaupadeild, birgðastjórnun og þjónustu við viðskiptavini til að fá heildstæða yfirsýn yfir reksturinn. Útbúðu gröf um fjárhagslega frammistöðu í rauntíma með innbyggðum Power BI-yfirlitum.

Hraðaðu frágangi og skýrslugerð fjármála

Einfaldaðu viðskiptakröfur og viðskiptaskuldir, stemmdu af lykla sjálfkrafa svo að frágangur og skýrslugerð verði fljót og nákvæm á sama tíma og öllum reglum er fylgt.

Fáðu nákvæmari fjárhagsspár

Fáðu betri fjárhagsspár með líkanagerð og gagnagreiningu í mörgum víddum. Sérsníddu skýrslur með hnökralausri Microsoft Excel-samþættingu.


Tryggðu sjálfvirkni og öryggi aðfangakeðjunnar

Fínstilltu birgðastöðu

Notaðu innbyggða gervigreind til að spá fyrir um hvað þarf að fylla á og hvenær. Með birgðastöðu sem uppfærist jafnóðum þarftu eingöngu að kaupa það sem þú sannarlega þarfnast.

Forðastu glötuð sölutækifæri og tryggðu að birgðir séu alltaf til staðar

Sjálfvirkir útreikningar á birgðastöðu, afhendingartíma og endurpöntunarmörkum tryggja að þú hafir rétt magn af birgðum á lager. Hægt er að nota tillögur að vörum í staðinn þegar umbeðnar vörur eru uppseldar.

Hámarkaðu arðsemi

Fáðu tillögur að því hvenær þú ættir að greiða birgjum til að nýta þér afslátt frá þeim eða forðast vanskilagjald vegna gjaldfallinna reikninga. Komdu í veg fyrir ónauðsynleg eða sviksamleg innkaup með samþykktarverkflæði.


Bættu söluaðferðirnar og þjónustu við viðskiptavini

Tryggðu gæði í allri þjónustu

Forgangsraðaðu sölutækifærum í samræmi við tekjumöguleika. Haltu utan um öll samskipti við viðskiptavini og fáðu leiðsögn um bestu tækifærin á söluaukum, krosssölu og endurnýjunum í öllu söluferlinu.

Auktu söluárangur

Styttu ferlið frá tilboði til greiðslu. Bregstu hratt við sölutengdum fyrirspurnum, stjórnaðu þjónustubeiðnum og gakktu frá greiðslum – allt í Outlook.

Veittu framúrskarandi þjónustu

Fáðu ítarlegt yfirlit yfir þjónustuverkliði, vinnuálag og hæfni starfsfólks og úthlutaðu tilföngum með skipulegum hætti til að hraða úrvinnslu mála.


Haltu verkefnum á áætlun og innan fjárhagsáætlunar

Haltu fjárhagsáætlun

Búðu til, stjórnaðu og fylgstu með verkum fyrir viðskiptavini með því að nota vinnukort ásamt ítarlegum eiginleikum fyrir verkkostnað og skýrslugerð. Útbúðu, breyttu og stjórnaðu fjárhagsáætlunum til að tryggja arðsemi verksins.

Gerðu nákvæmar áætlanir

Hafðu umsjón með tilföngum með því að gera áætlanir um afkastagetu og sölu. Fylgstu með reikningagerð fyrir viðskiptavini í samhengi við áætlaðan kostnað pantana og tilboða.

Greindu árangur af verkefnum

Taktu skilvirkar ákvarðanir með því að nota upplýsingar í rauntíma um verkefnastöðu, arðsemi og tilfanganotkun.


Fínstilltu ferlin þín

Frá áætlun til framkvæmdar

Notaðu söluspár og upplýsingar um væntanlegar uppseldar vörur til að útbúa framleiðsluáætlanir og búa til innkaupapantanir með sjálfvirkum hætti.

Hafðu góða umsjón með vöruhúsi

Fáðu heildræna sýn yfir birgðastöðu til að sinna pöntunum með skilvirkum hætti. Fylgstu með stöðu og hreyfingu sérhverrar vöru með því að setja upp hólf sem byggjast á vöruhúsaútliti og rými geymslusvæðis.

Náðu hámarksframleiðni

Reiknaðu út og fínstilltu framleiðslugetu og tilföng til að bæta framleiðsluáætlanir og anna eftirspurn viðskiptavina.


Verndaðu gögnin þín og tryggðu reglufylgni við GDPR

Virtu persónuvernd viðskiptavinanna

Notaðu innbyggðar aðferðir fyrir sérstillta persónuvernd og sjálfgefna persónuvernd til að hjálpa fyrirtækinu að fylgja almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR). Veittu og takmarkaðu aðgang að persónuupplýsingum á mörgum stigum og virkjaðu slóð færslna til að tryggja öryggi og ábyrgðarskyldu.

Meðhöndlaðu, geymdu og sendu gögn með öruggum hætti

Færðu persónuupplýsingar á milli kerfa og tryggðu öryggi þeirra með sjálfvirkri dulritun gagnamiðstöðvar Microsoft.


Prófa Dynamics 365 Business Central

Finna samstarfsaðila